top of page
Search

Drauma GIGGIÐ

Síðasta haust var ég í fjallgöngu í Hvalfirði með hópi af dásamlegum konum þegar þessi póstur datt í inboxið og fékk hjartað til að taka nokkra auka kippi. “Heimur - ertu að djóka!” Þetta var GIGGIÐ sem mig hafði dreymt um frá því að ég hóf sjálfstæðisbaráttuna - en ég hélt að það væru einhver ár í þetta gæti ræst því aðeins örfá fyrirtæki á Íslandi eru komin svona langt í að hlúa að teymum og starfsfólki.


Síðan þá er ég búin að vera svo lánsöm að fá að verja tveimur dögum í viku með Dohop-urum, þjálfa öll teymi fyrirtækisins í átt að meiri árangri & meiri gleði og markþjálfa öll sem það kjósa.

Frá fyrsta degi hefur mér liðið eins og “heima” - þannig er kúltúrinn í Dohop. Ég hef fengið ótrúlegt traust frá stjórnendum og öllu starfsfólki til að gera allskonar tilraunir, fá fólk til að tala saman um það sem aldrei er talað um í vinnunni, mæla og ræða um sálrænt öryggi, búa til rými fyrir þagnir - og mögnuð samtöl í kjölfar þeirra. Það sem er svo geggjað við þetta er að hér eru öll til í þessa vegferð. Fólk er tilbúið að berskjalda sig, tala um erfiða hluti, fagna litlu skrefunum saman, læra saman af mistökum og finna leiðina áfram saman.


Það er svo magnað að fá að vera hluti af vegferð fyrirtækis sem er að gera alvöru úr því að verða besti vinnustaðurinn sem það getur orðið. Á tímum þar sem fyrirtæki eiga í miklum erfiðleikum með að fá til sín gott fólk og starfsfólk kýs að segja upp í stórum stíl - er ein mikilvægasta spurning sem stjórnendur þurfa að svara (og gera svo eitthvað í):

Hvernig verðum við vinnustaður sem heldur besta fólkinu og dregur til sín ennþá fleira frábært fólk?

Því án fólks eru vinnustaðir ekki neitt.


Vá hvað ég hlakka til áframhaldandi ferðalags með þessu magnaða fólki.

Takk David Gunnarsson fyrir að hugsa til mín og treysta mér fyrir þessu verkefni

Comments


bottom of page