Út um allan heim, í öllum atvinnugreinum starfa lítil og risastór "stjórnlaus" fyrirtæki. Fyrirtæki þar sem engir yfirmenn starfa. Enn algengara er að sjá sjálfstýrandi teymi innan fyrirtækja sem þó starfa að einhverju leiti eftir hefðbundinni hírakíu.
Margir stjórnendur sem ég þekki vinna mjög langa vinnudaga. Þeir eru undir miklu, stöðugu álagi. Þeir upplifa að þeir séu alltaf bregðast einhverjum, því vinnudagurinn þeirra dugar ekki til að klára allar skuldbindingar. Þeir upplifa margir að þeir séu orðnir flöskuháls - þrátt fyrir að vera í alvörunni að gera sitt allra besta.
Þá kemur áskorunin: Hvað geta leiðtogar/stjórnendur lært af stjórnlausum fyrirtækjum og teymum? Nú er best að taka fram að ég alls ekki að leggja til að segja öllum stjórnendum upp - heldur miklu frekar: Hvernig getum við fundir leiðir til að efla fólk og teymi (eins og "stjórnlausu" yrirtækjunum/teymunum hefur tekist) þannig að stjórnendur/leiðtogar fái að sinna því sem sannarlega er mikilvægast að sé á þeirra borði. Hvernig getum við gert þetta þannig að allir græði?
Fyrir nokkrum árum flutti ég fyrirlestur á vegum Stjórnvísis um Stjórnlaus fyrirtæki. Hann gefur innsýn inn í heim þessara fyrirtækja sem við gætum lært svo mikið af.
Comments