Ég er búin að hitta mörg teymum upp á síðkastið og tala við þau um sálrænt öryggi í teymum og hvað þarf til að teymi nái sjálfbærum árangi (ekki árangri sem brennir upp heilsu og gleði fólks á leiðinni). Það skemmtilegasta við þessi erindi er að þau hafa ekki verið í formi einræðu - heldur samræðu. Um leið og það gerist verður lærdómurinn dýpri á báða bóga - ég læri svo margt nýtt og þátttakendurnir fá að spegla sína reynslu & áskoranir og skoða í nýju ljósi.
Það áhugaverðasta við þessi samtöl er hversu djúpt fólk tengir við tilfinninguna sem liggur á bak við sálræna öryggið. Sálræna öryggið tengist nefnilega svo sterkt kjarnanum í að vera mannleg - því að mega og þora að vera mannleg - og frelsinu og léttinum sem fylgir því.
Það að styðja fólk í að gera óáþreifanlega hluti áþreifanlega & skýra er eitt af því sem ég elska mest við starfið mitt -því þessi tímapunktur hefur möguleika á að verða upphafið að einhverju nýju og stórkostlegu.
Comments