top of page
Search

Stólpar teymisþjálfunar

Ég trúi því að mestur árangur náist með teymisþjálfun þegar hún er ekki hugsuð í einangrun, heldur út frá þremur stólpum;

  • Einstaklingurinn - styðjum við hvern og einn í teyminu til að losna við hindranir og finna kraftinn sinn, ástríðu og hugrekki til að mæta til leiks sem hún/hann sjálf/ur. Engar glansmyndir. Engar grímur.

  • Teymið - tökum í burtu ótta og hræðslu þannig að allir í teyminu upplifi að þeirra skoðun skipti máli, að fjölbreytileikanum sé fagnað, að öryggi og hugrekki sé til staðar til að tala um erfiðu málin, að færni sé til staðar til að ræða ágreiningsmál. Fjarlægjum óöryggið með því að skerpa á hlutverkum, ábyrgð & umboði og hvað það þýðir fyrir hvern og einn að ná árangri.

  • Vinnustaðurinn – finnum og leysum við úr þeim flækjum sem halda aftur af árangri. Skerpum á forgangsröðun, skýrum umboð, finnum út úr flækjum í samvinnu út fyrir teymið, skorum skipulagið á hólm, drögum upp á yfirborðið allt það sem dregur úr getu teymisins til að skila árangri.


Þegar við náum að rekja upp hindranir, ótta, hræðslu og flækjur þá verður til rými fyrir nýja tegund af samvinnu, sköpun, heiðarleika, hugmyndir, gagnrýni, uppbyggilegan árgreining, hraðan sameiginlegan lærdóm, getu til að ræða erfiðu hlutina og hugrakkar ákvarðanir.

  • Þetta er jarðvegurinn sem við þurfum til að uppskera árangur og gleði.

  • Þetta er jarðvegurinn þar sem fólk stækkar, upplifir vaxtaverki – en brennur ekki út.

  • Þetta er jarðvegurinn þar sem umbyltingar eiga sér stað.

  • Þetta er jarðvegurinn sem verður að vera til staðar þegar umhverfi flestra fyrirtæki einkennist af óvissu, hraða og sífelldum breytingum.


Þetta er ekki flókið – ef við viljum ná árangri (fjárhagslegum, markaðslegum, gæðalegum tímalegum…) þá byrjum við að byggja markvisst upp jarðveg sálræns öryggis fyrir okkar fólk. Árangur er afleiðing - ekki forsenda.


Það er ekki eftir neinu að bíða – hvaða pínulitlu skref getur þú tekið í dag?


Comments


bottom of page