top of page
Search

Stöðutékk teyma

Haustið er upplagður tími fyrir leiðtoga að taka stöðutékk á sínum teymum. Þá er allt að fara á fullt aftur og fólk mætir til leiks eftir (vonandi) endurnærandi sumarfrí. Svo eru haustin eru svona míní-áramót. Þá er tilefni til að endurræsa - hreinsa það gamla í burtu og byrja aftur með skýra vegferð framundan.

Flest teymi hafa þann sameiginlega tilgang að leysa farsællega innihald vinnunnar sinnar. Oftast er það sem viðkemur innihaldi starfsins (verkefnum teymisins) vel skilgreint og í góðum takti.

Það að rýna, skoða og endurmet allt hitt sem ekki tengist 'beint' innihaldi verkefnanna - er allt annað mál og oft það sem gleymist að ræða um.

Hér eru nokkrar hugmyndir að spurningum sem gagnlegt væri að leggja fyrir teymi sem eru að fara á fullt inn í haustið:


- Hvað hefur gengið vel hjá okkur sem teymi síðastliðin misseri?

- Hvað hefur gengið illa hjá okkur sem teymi síðastliðin misseri?

- Með þenna lærdóm hvað viljum við gera öðruvísi meira/minna/hætta/byrja) næstu misseri?


Til að dýpka spurningarnar hér að ofan má gera þær sértækari:

- ...samvinnu teymisins

- ...spyrja erfiðu / asnalegu spurninganna

- ...segja mína skoðun (þó hún stangist á við skoðun annarra í teyminu)

- ...tala um & læra af mistökum okkar


- Hvað varðandi hlutverk, ábyrgð, umboð & markmið er óljóst í teyminu og skiptir máli að ræða saman um?

- Hvernig gengur okkur að hrósa og hvetja hvort annað?

- Hvernig gengur okkur að vera bakland fyrir hvort annað þegar á móti blæs?

- Hvernig gengur okkur að horfa á stóru myndina saman og forgangsraða út frá henni?

- ...og fyrir allra hugrökkustu leiðtogana: Hvað er bleiki fíllinn sem enginn vill tala um & allir óska að næsti maður hafi hugrekki til a hefja máls á?


Öflugustu teymin verða ekki til af tilviljun. Þau verða til, þegar í þeim eru hugrakkir leiðtogar sem skilja mikilvægi þess að teymi þurfa rými til að læra og prufa sig áfram í að verða enn betri teymi - og hafa hugrekki & frumkvæði til að taka á skarið!


Hvað segir þú um að gera smá tilraun með teyminu þínu? Bókaðu fund sem bara fjallar um teymið og nýttu þér eitthvað af spurningunum hér að ofan. Sjáðu svo hvað gerist í kjölfarið. Svo má meta hvort virði sé að halda svona fundi reglulega.


Gleðilegt haust!



Mynd: Revelatori

Comments


bottom of page