top of page

Hæ!

Ég heiti Kristrún Anna og er teymis- & leiðtogaþjálfi.

 

Ég styð þig og teymin þín í að ná árangri í síbreytilegu og flóknu umhverfi.

Eitt hugrakkt samtal í einu. 

Mér finnst alltaf best að byrja á því að taka spjallið og sjá hvert það leiðir okkur

Hver er Kristrún?

Teymisþjálfi og leiðtogaþjálfi 

Ég hef þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, þjálfað leiðtoga í agile hugarfari, leitt árangursrík tækniverkefni, auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti.


Ég hef verið sjálfstætt starfandi í 4 ár og fengið að vinna með allskonar fyrirtækjum og stofnunum.  Áður starfaði ég sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi.

Ég er með Masters of Project Management frá HR og BSc í rekstrarfræði frá HA.

Eftir að ég fann ástríðuna mína hef ég verið óstöðvandi í að sækja mér þekkingu; Team Coaching Deploma, Advanced Diploma in Systemic Coaching, Team Performance Coach, ACC vottaður markþjálfi, vottaður Fearless Organization Practitioner (sálrænt öryggi teyma).


...Svo er ég gift, á 2 börn, elska gott kaffi, hugleiðslur, strandbrettaróður (SUP)  og innilega samræður.

IMG_20200725_113754.jpg

HVað segir þú um kaffibolla og spjall?

Hvernig get ég stutt við þig?

I have had several sessions with Kristrún, both one-on-one and with the entire team, and I always left a session motivated, re-energized and with more clarity.

 

Her ability to draw out our best qualities, reveal strengths we may not have recognized, generate innovative ideas, and guide us towards reaching our full potential is truly impressive.

 

Her approach is always kind and positive, and at the same time constructive and empowering us to address challenging topics with courage.

Ivana Zivkovic 
 - Infrasture team lead Dohop

Í leit af Agile Coach fann ég Kristrúnu á LinkedIn.

 

Hlýtt, glatt, forvitið, hvetjandi og faglegt vimót greip mig strax eftir fyrsta kaffibollann okkar.


Fyrir mig sem forstöðumann hjá Nova á þeim tíma þá fannst mér ég loksinns vera með eins og svíinn segir “bollplank” eða einhvern til að bolta hugmyndum með varðandi teymis-strúktur, -vinnu og -skipulag.

 

Kristrún studdi okkur bæði sem teymi og sem einstaklingar í markþjálfun.

Eftir að hafa tekið “session” með Kristrúnu þá leið mér alltaf eins og ég væri með gott plan fyrir framtíðina sem var hægt að keyra á.

Bergsveinn Snorrason
 - Fyrrum forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Nova

Kristrún þróaði með okkur og leiddi okkur í gegnum mjög vel lukkað markmiðasetningarferli fyrir átta starfandi teymi hjá okkur.   

 

Hún nálgaðist verkefnið af mikilli fagmennsku og setti fram feril og áherslur í ferlinu sem rýmuðu við stefnu og menningu fyrirtækisins. 

 

Kristrún nýtti frábæra eiginleika sýna sem markþjálfi til að lesa á milli línanna og virkja alla þátttakendur í ferlinu þannig að verðmætar umræður með mismunandi sjónarhornum komu fram. Það var umtalað hjá starfsfólki okkar hversu vel lukkað ferlið var. 

 

Ég mæli eindregið með Kristrúnu sem aðstoð til teyma og fyrirtækja sem vilja bæta og skýra sinn árangur. Hún hefur stórt hjarta og kann að nota það.   

Trausti Björgvinsson
 - Framkvæmdarstjóri Lotu ehf.

bottom of page