Hver er Kristrún?
Teymisþjálfi og leiðtogaþjálfi
Ég hef þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, þjálfað leiðtoga í agile hugarfari, leitt árangursrík tækniverkefni, auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti.
Ég hef verið sjálfstætt starfandi í 4 ár og fengið að vinna með allskonar fyrirtækjum og stofnunum. Áður starfaði ég sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi.
Ég er með Masters of Project Management frá HR og BSc í rekstrarfræði frá HA.
Eftir að ég fann ástríðuna mína hef ég verið óstöðvandi í að sækja mér þekkingu; Team Coaching Deploma, Advanced Diploma in Systemic Coaching, Team Performance Coach, ACC vottaður markþjálfi, vottaður Fearless Organization Practitioner (sálrænt öryggi teyma).
...Svo er ég gift, á 2 börn, elska gott kaffi, hugleiðslur, strandbrettaróður (SUP) og innilega samræður.
Hvernig get ég stutt við þig?
Á teymið þitt meira inni? Vantar ykkur stuðning til að ræða erfið en nauðsynleg málefni?
Kristrún er frábær. Hún var hjá okkur nánast vikulega í þrjú ár og hjálpaði okkur að þroskast á sama tíma og við fórum í gegnum miklar breytingar.
Hún hjálpaði teymum að komast á hærra plan í samvinnu og finna leiðina í átt að því að verða betri og skilvirkari teymi.
Þeir einstaklingar sem hún þjálfaði tóku greinilegum framförum á mörgum sviðum og styrktu sig og þar með fyrirtækið.
Eftir situr heilbrigður kúltúr þar sem fólki líður vel og það hefði aldrei tekist án Kristrúnar.
Davíð Gunnarsson
- Dohop CEO
Í leit af Agile Coach fann ég Kristrúnu á LinkedIn.
Hlýtt, glatt, forvitið, hvetjandi og faglegt vimót greip mig strax eftir fyrsta kaffibollann okkar.
Fyrir mig sem forstöðumann hjá Nova á þeim tíma þá fannst mér ég loksinns vera með eins og svíinn segir “bollplank” eða einhvern til að bolta hugmyndum með varðandi teymis-strúktur, -vinnu og -skipulag.
Kristrún studdi okkur bæði sem teymi og sem einstaklingar í markþjálfun.
Eftir að hafa tekið “session” með Kristrúnu þá leið mér alltaf eins og ég væri með gott plan fyrir framtíðina sem var hægt að keyra á.
Bergsveinn Snorrason
- Fyrrum forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Nova
Kristrún þróaði með okkur og leiddi okkur í gegnum mjög vel lukkað markmiðasetningarferli fyrir átta starfandi teymi hjá okkur.
Hún nálgaðist verkefnið af mikilli fagmennsku og setti fram feril og áherslur í ferlinu sem rýmuðu við stefnu og menningu fyrirtækisins.
Kristrún nýtti frábæra eiginleika sýna sem markþjálfi til að lesa á milli línanna og virkja alla þátttakendur í ferlinu þannig að verðmætar umræður með mismunandi sjónarhornum komu fram. Það var umtalað hjá starfsfólki okkar hversu vel lukkað ferlið var.
Ég mæli eindregið með Kristrúnu sem aðstoð til teyma og fyrirtækja sem vilja bæta og skýra sinn árangur. Hún hefur stórt hjarta og kann að nota það.