top of page

Hæ!

Ég heiti Kristrún Anna og er teymis- & markþjálfi. Ástríðan mín liggur í því að styðja fólk og teymi að ná árangri  í síbreytilegu og flóknu umhverfi 

Hver er Kristrún?

Teymisþjálfi og markþjálfi 

Ég hef þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, þjálfað leiðtoga í agile hugarfari, leitt árangursrík tækniverkefni, auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti.
Áður starfaði ég sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi.

Ég er Certified Team Performance Coach, ACC vottaður markþjálfi, vottaður Fearless Organization Practitioner (sálrænt öryggi teyma), MPM frá HR og rekstrarfræðingur frá HA.
...Svo er ég gift, á 2 börn, elska gott kaffi, hugleiðslur, strandbrettaróður og innilega samræður.

IMG_20200725_113754.jpg

Hvernig get ég
stutt við þig?

“Kristrún er einstök í sinni nálgun. Á fundum okkar fimlega leiðir hún mig til samræðna og umhugsunar um kima væntinga, styrkleika, framtíðarsýnar og betra sjálfs. Ég hlakka til funda okkar og iðulega hugsa ég til baka hvernig henni tókst liðlega að leiða mig átakalaust að þeim viðfangsefnum sem skipta mig mestu. Ég ráðlegg öllum leiðsögn Kristrúnar og hennar faglegu handleiðslu.”

Bjarni Guðmundsson

 - Verkefnastjóri

“Í markþjálfun hjá Kristrúnu mætir þér hlýlegt, jákvætt og uppbyggilegt viðmót. Hún er til í að spyrja þeirra spurninga sem ég þarf á að halda og þorir að ýta við manni þegar þarf.

Það eru einhverjir töfrar sem eiga sér stað í markþjálfunartíma hjá henni. Hún hjálpar manni að hjálpa sér sjálfum og sjá hvað er hægt að gera öðruvísi ef það sem maður hefur verið að gera er ekki að virka. Ég get svo sannarlega mælt með markþjálfun hjá Kristrúnu og hefur hún alveg einstakt lag á því að hjálpa manni að velja sér viðhorf.”

Ása Kolbrún Hauksdóttir

 - Hjúkrunarfræðingur

“Ótrúleg næmni Kristrúnar á mannlegu eðli, einlægur áhugi hennar á fólk ásamt opna hjarta hennar gerir það að verkum að það er auðvelt að ræða við hana um vonir sínar og drauma. Hún hefur einstakt lag á því að leiða mann að hindrunum en um leið að finna leiðir til að ryðja þeim úr vegi og þar með ná markmiðum sínum.

Eftir alla okkar fundi er ég einbeittari og spenntari fyrir því að takast á við allar áskoranir, bæði í lífi og starfi.”

Silja Rut Thorlacius

 - Ljósmyndari

bottom of page