Hvernig get ég stutt þig?

Ástríða mín fellst í því að styðja einstaklinga, teymi & leiðtoga í því að vaxa og blómstra. Allt sem ég geri er kryddað með næmni fyrir hugsana- og hegðunarmynstrum, innsæi, hæfninni til að þolast við í óvissu og "dansa í andartakinu".  Við þetta blandast svo mín faglega reynsla og þekking. Þar sem ástríðan mín, það sem ég geri vel og það sem gefur mér orku mætast, liggja mínir ofurkraftar.