top of page

Hver er Kristrún?

Teymis- & leiðtogaþjálfi

Hver er ég ef öll hlutverkin mín eru sett til hliðar?

Kannski segja gildin mín mest um hver ég er;

Kærleikur, lífsgleði & forvitni

Þau umvefja einskæran áhuga minn á fólki og tengjast svo sterkt tilgangi mínum; að vera til staðar fyrir fólkið mitt, hvetja það til að blómstra & varða leiðina að markmiðum. 

Það urðu kaflaskil í lífi mínu fyrir einhverjum árum þegar ég áttaði mig á því að hlutverk mitt væri líka að passa upp á að ég blómstraði sjálf - og að mögulega væri það undirstaða þess að ég gæti verið til staðar fyrir aðra. Síðan þá hef ég smám saman komist nær hinni sönnu Kristrúnu og á leiðinni hent hverri grímunni og glansmyndinni á fætur annarri. Mér finnst eins og ég sé að flysja lauk, eitt lag í einu - í áttinni að kjarnanum. Ég er komin mun nærri honum en veit að þetta er leið sem endist út ævina. Þarna sé ég galdurinn í lífinu - gleðinna í óvissunni um hvað er næst og forvitnin mín fær að blómstra.

kristrun_konrads_3_edited.jpg
34790162_10214706296544910_5722822722514321408_n.jpg

Faglegur bakgrunnur

Ég er MPM (Master of project management) frá Háskólanum í Reykjavík og Rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Ég er með alþjóðlegri vottun markþjálfa ACC ásamt alþjóðlegri vottun verkefnastjóra - IPMA C vottun. 

Ég vann lengi í sölu- og markaðsmálum í ferðageiranum  bæði hérna heima og í London. Tók svo U-beygju yfir í tæknigeirann og starfaði þar sem verkefnastjóri.

 

Vaxandi ástríða mín fyrir fólki leiddi mig svo í þau forréttindi að fá að vinna með fólki alla daga, styðja við teymi og leiðtoga í að ná fram allskonar varanlegum breytingum.

 

Ég er alltaf að læra, og læri best með því að fá að fylgjast með fólki takast á við áskoranir. Ég hef einnig djúpstæða þörf til að miðla minni þekkingu áfram og þannig er ég í senn nemandi og kennari.

Fagleg vinnubrögð krydduð með sveigjanleika og aðlögunarhæfni eru mér afar mikilvæg og eru grunnur að því hvernig ég nálgast mína vinnu. 

bottom of page