Vinnustofur
Ég elska vinnustofuformið! Það er fjölbreytt, sveigjanlegt og skilar miklum ávinningi á skömmum tíma. Dínamíkin sem myndast milli ólíkra sérfræðinga skilar niðurstöðu sem ekki
hefði náðst ef allir hefðu unnið sinn part á sinni vinnustöð. Ég hef bæði reynslu af því að halda vinnustofur "á staðnum" og rafrænar - allt eftir aðstæðum.
Hér eru nokkur dæmi um vinnustofur:
-
Hönnunarsprettir / Design Sprint - sjá neðar.
-
Núverandi staða og framtíðarstað og hvað þarf að gera til að komast þangað?
-
Verkefna-kick-off vinnustofur
-
Lærdómsvinnustofur / Rýnifundir - hvað gekk vel, hvað illa og hvað ætlum við að gera öðruvísi næst?
-
Skipulagsvinnustofur - hvernig tæklum við skaflinn án þess að vinna allan sólahringinn?
Vinnustofur eru alltaf hannaðar og undirbúnar í nánu samstari við eigendur verkefna og sniðnar að þeirra þörfum þannig að þær skili tilætluðu virði.
Hönnunarsprettur / Design sprint
Hönnunarsprettur eða Design Sprint er margreynd aðferðafræði sem byggir á 5 daga vinnustofuspretti. Frábær aðferð til að komast langt með afmarkað verkefni á stuttum tíma.
Innan sprettsins er verkefnið skilgreint, þróað, prótótípað, prófað á alvöru notendum og lærdómur dreginn ... allt á 5 dögum. Þetta er snilldar leið til að fá rýni strax frá viðskiptavinum og getur dregið verulega úr sóun (endurvinnu) síðar á verkefnatíma.