top of page

Rýnifundir

Í störfum okkar í dag er okkur tamt að vinna verkefnin okkar eins vel og við getum og hoppa svo yfir í það næsta um leið og hverju verki er lokið. Afleiðingin er oftar en ekki sú að við tökum ekki eftir árangrinum okkar og nýtum ekki dýrmæta reynslu af mistökum. Hvað ef við myndum temja okkur að staldra oftar við og draga lærdóm jafnóðum? Gæti það margfaldar líkurnar á árangrinum sem við erum að reyna að ná fram?

Lærum hraðar!

Rýnifundir eru einföld aðferð til þess að draga fram lærdóminn okkar og varða leiðina framundan út frá honum. Á rýnifundum leiði ég teymi í að draga fram hvað hefur gengið vel, hvað hefur gengið illa og hvað teymið vill gera öðruvísi í framhaldinu. Þessi ótrúlega einfalda uppskrift margfaldar hraða lærdómskúrfunnar og styður við vöxt teyma og árangur verkefna. 

Oft getur verið gott að fá utanaðkomandi lóðs til að leiða rýnifundi til að tryggja hlutleysi og að raddir allra heyrist. Teymi sem vön eru rýnifundum geta svo tekið við keflinu og leitt fundina sjálf í framhaldi. 

Sjálf nota ég rýnifundí í "allt".

  • Þegar ég vinn náið með verkefnateymum eru rýnifundir hluti af taktinum (stundum jafnvel daglega). 

  • Þegar ég leiði Hönnunarspretti leiði ég rýnifundi í lok hvers dags

  • Við fjölskyldan tökum rýnifundi saman

  • Ég nota rýnifundi til þess að læra betur á sjálfa mig

  • Ég ráðlegg fólki sem kemur til mín í markþjálfun að nýta þessa þessa einföldu uppskrift til að draga lærdóm af sinni vegferð.

Mikilvægast af öllu er að taka ekki bara rýnifundi í lok verkefna/tímabila. Ef það er gert er oft of seint að ætla að nýta lærdóminn í eitthvað uppbyggilegt.

Rýnifundir- dæmi

Hvernig gæti þetta litið út?

Ég geng alltaf inn í verkefni með það að markmiði að ná sem mestum árangri fyrir
viðkomandi fyrirtæki/teymi/einstakling. Það þýðir að hver vinnustofa / rýnifundur er undirbúinn út frá þörfum viðskiptavinarins. 
 Hér er dæmi um hvernig undirbúningur, framkvæmd og eftirvinna gæti litið út.  

1.

Greining á þörfum. Samtal við viðskiptavin um þarfir og væntingar um útkomu vinnustofu / fundar

3.

Vinnustofa/fundur haldinn - "on-site" eða "online". Niðurstöðu fundar (t.d. aðgerðalista) komið á rétta aðila. Eftirfylgni eftir þörfum. 

2.

Hönnun á vinnustofu/fundi. Hönnun borin undir viðskiptavin og aðlöguð eftir þörfum.

4.

Örstutt rýni með viðskiptavin - hvað gekk vel, hvað gekk illa og hvað væri gott að gera öðruvísi næst

Vantar þig kannski annarskonar stuðing?

bottom of page