top of page

Ég á mér draum

...að taka þátt í að skapa fyrirtæki þar sem fólk þorir að vera það sjálft, fær að þróast og vaxa. Þar sem talað er um mistök og fólk lærir af þeim saman, nær og fagnar árangri og nýtur þess að mæta í vinnuna á hverjum degi!

Ég trúi því af öllu hjarta að svona vinnustaðir verði þeir sem ekki bara lifa af í flóknum og hröðum heimi - heldur skari framúr.

Teymisþjálfun

Teymisvinna er ein af mikilvægustu undirstöðum í árangri fyrirtækja í umhverfi þar sem óvissa og flækjur eru allsráðandi.


Í teymisþjálfun mæti ég teymum þar sem þau eru stödd og saman byggjum við upp byggi upp stoðir undir varanlega breytingu. 


Þegar vel gengur í teymisþjálfun skilar hún margföldu virði.  Hraðari og meiri árangri,  meiri gleði, opnari samskiptum, meiri hugmyndaauðgi, lausnamiðaðri nálgun á verkefni og
hugrekki til að tækla vandamál fyrr.

Virtual Team Meeting

Viltu komast að því hvort 

teymisþjálfun gæti hentað þínu teymi?

 

Untitled%20design%20(5)_edited.png

Kristrún hefur einstakt lag á að tosa alla mátulega langt út fyrir þægindaramman og tryggja virka þátttöku. Hún undirbjó teymisþjálfunina mjög vel, greindi þarfir teymisins frá öllum hliðum og tryggði að hugsað væri til þess hver afurðin ætti að vera. Hún sá svo til þess með sinni óviðjafnanlegu næmni að leiða okkur áfram að áttina að því að verða enn betra teymi. Mæli með.

Jón Árni Traustason

 - Forstöðumaður stofnstýring & greining / VÍS

Untitled design (6).png

Kristrún Anna hefur einstakt lag á að hlusta, greina þarfir og setja á fókus á atriði sem skipta teymi máli. Teymisþjálfun hjá Kristrúnu Önnu skilaði okkur öflugara teymi með skýrari markmið. Þjálfunin hjálpaði okkur að þekkja og nýta okkur styrkleika teymisins, bæði sem hópur og sem einstaklingar. Eftir stóðum við með frábær verkfæri til að takast á við samskipti innan hópsins, dagleg verkefni og markmiðasetningu til framtíðar. Síðast en ekki síst varð miklu skemmtilegra í vinnunni!

Hildur Sif Haraldsdóttir

 - Lögmaður / VÍS

Teymisþjálfun

Hvernig gæti þetta litið út?

Ég geng alltaf inn í verkefni með það að markmiði að ná sem mestum árangri fyrir
viðkomandi fyrirtæki og teymi.

 

Það er engin ein rétt uppskrift að teymisþjálfun. Sum innihaldsefni nota ég aftur og aftur - en alltaf í takt við teymið, umhverfi, áherslur og væntingar.

Ég veit að teymisþjálfun er óþægilega óáþreyfanleg, sérstaklega ef þú hefur aldrei tekið þátt í slíkri þjálfun áður.

 

Hér er því dæmi um hvernig teymisþjálfunarprógram gæti gengið fyrir sig.  

1.

Greiningarsamtal

Hér er farið yfir þarfir og væntingar, forsendur og takmarkanir. 

Oft er þetta samtal við leiðtoga teymisins, en stundum við mannauðsstjóra eða æðstu stjórnendur.

Þetta getur verið eitt samtal - eða nokkrir fundir eftir aðstæðum og umfangi verkefnisins. ​​​​​​​​

4.

Leiðtogaþjálfun #1

Samhliða teymisþjálfuninni er oft boðið upp á stuðning við leiðtoga teymisins i formi leiðtogaþjálfunar. 

​Í sumum tilfellum er boðið upp á þenna stuðning fyrir öll í teyminu.

7.

Teymisþjálfun #4 (2 klst)

 

- sjá teymisþjálfun #3​

10.

Teymisþjálfun #6 (2 klst)

- sjá teymisþjálfun #3​

​​

2.

Teymisfundur

 

Teymisþjálfun hefjast með sameiginlegum fundi með öllu teyminu þar sem áskoranir og væntingar eru ræddar, spurningum svarað og óvissu létt.

Teymi tekur ákvörðun í kjölfarið um hvort virði sé í vegferðinni. 

​​​​​​​

5.

Teymisþjálfun #2 (2 klst)

Innihald skv. ákvörðun á kick-off fundi auk nýrra atriða sem bæst hafa við.

  • Þetta geta verið atriði eins og: Hvernig tökum við ákvarðanir?

  • Hvernig höldum við hvort öðru ábyrgu?

  • Hvernig endurhönnum við fundina okkar til að skila alvöru virði?

  • Hvernig komumst við út úr sílóunum okkar?...

8.

Leiðtogaþjálfun #2​

 

Höldum áfram að styrkja leiðtoga teymisins (eða alla teymismeðlimi) þannig að þau geti mætt sterkari til leiks inn í teymið. ​​​​​​​

11.

Teymisþjálfun #7

Uppskera, rýni og næstu skref. Hálfur dagur með teymi í rýni, lærdóm & næstu skref. Teymið fagnar árangri, ítrar framtíðarsýn sína út frá reynslu og mótar sín næstu skref í átt að henni.

3.

Teymisþjálfun #1  - Kick-off

Hefjum vegferðina. Hálfur dagur þar sem teymið ákveður hvernig þau vilja vinna saman, rýna hvað gengur vel í dag og hvað illa, setja fram framtíðarsýn teymisins.

Hér skapar og forgangsraðar teymið innihald teymisþjálfunar næstu misseri.

6.

Teymisþjálfun #3

Fluga á vegg

Teymisþjálfi fær leyfi til að fygljast með teyminu "in action". Hegðun / mynstur / styrkleikar & drullupyttir eru speglaðir til teymisins sem vinnur úr þeim á staðnum og í næstu skiptum.

​​

9.

Teymisþjálfun #5

Fluga á vegg - endurtekning

Teymisþjálfi fær leyfi til að fygljast með teyminu "in action". Framfarir og breytingar á hegðun & mynstrum eru speglaðir til teymisins sem vinnur úr þeim á staðnum og í næstu skiptum.

12.

Leiðtogaþjálfun #3

​Síðasta leiðtogaþjálfunin. Hér fögnum við árangri og vörðum leiðina áfram veginn. 

​​

Vantar þig kannski
annars konar stuðning?

bottom of page