top of page

Ég á mér draum

...að taka þátt í að skapa fyrirtæki þar sem fólk þorir að vera það sjálft, fær að þróast og vaxa, gerir mistök og lærir af þeim saman, nær og fagnar árangri og nýtur þess að mæta í vinnuna á hverjum degi! Ég trúi því af öllu hjarta að svona vinnustaðir verði þeir sem ekki bara lifa af í flóknum og hröðum heimi - heldur skari framúr.

Teymisþjálfun

Teymisvinna er ein af mikilvægustu undirstöðum í árangri fyrirtækja í umhverfi þar sem óvissa og flækjur eru allsráðandi.
Í teymisþjálfun mæti ég teymum, og einstaklingum innan þeirra þar sem þau eru stödd og byggi upp, á markvissan
hátt, stoðir undir varanlega breytingu í átt að meiri árangri, betri líðan og öflugri samskiptum. Stoðirnar eru byggðar upp bæði með teyminu í heild og í markþjálfun með hverjum og einum.
Þegar vel gengur í teymisþjálfun skilar hún margföldum virði til baka, bæði áþreifanlegu virði en líka þessu óáþreifanlega; meiri gleði, opnari samskiptum, meiri hugmyndaauðgi, lausnamiðaðri nálgun á verkefni og
hugrekki til að tækla vandamál fyrr.

Virtual Team Meeting

Viltu komast að því hvort 

teymisþjálfun gæti hentað þínu teymi/fyrirtæki?

 

Heyrðu í mér og við finnum tíma til að meta stöðuna

 

Untitled%20design%20(5)_edited.png

Kristrún hefur einstakt lag á að tosa alla mátulega langt út fyrir þægindaramman og tryggja virka þátttöku. Hún undirbjó teymisþjálfunina mjög vel, greindi þarfir teymisins frá öllum hliðum og tryggði að hugsað væri til þess hver afurðin ætti að vera. Hún sá svo til þess með sinni óviðjafnanlegu næmni að leiða okkur áfram að áttina að því að verða enn betra teymi. Mæli með.

Jón Árni Traustason

 - Forstöðumaður stofnstýring & greining / VÍS

Untitled design (6).png

Kristrún Anna hefur einstakt lag á að hlusta, greina þarfir og setja á fókus á atriði sem skipta teymi máli. Teymisþjálfun hjá Kristrúnu Önnu skilaði okkur öflugara teymi með skýrari markmið. Þjálfunin hjálpaði okkur að þekkja og nýta okkur styrkleika teymisins, bæði sem hópur og sem einstaklingar. Eftir stóðum við með frábær verkfæri til að takast á við samskipti innan hópsins, dagleg verkefni og markmiðasetningu til framtíðar. Síðast en ekki síst varð miklu skemmtilegra í vinnunni!

Hildur Sif Haraldsdóttir

 - Lögmaður / VÍS

Teymisþjálfun - dæmi

Hvernig gæti þetta litið út?

Ég geng alltaf inn í verkefni með það að markmiði að ná sem mestum árangri fyrir
viðkomandi fyrirtæki/teymi/einstakling. Það þýðir að það er engin uppskrift. Það
eru vissulega innihaldsefni sem ég nota aftur og aftur - en alltaf í takt við
einstaklinga, umhverfi, takt, áherslur og væntingar.

En stundum hjálpar að sjá hvernig "uppskrift" gæti litið út. Hér er því dæmi um hvernig teymisþjálfunarprógram gæti gengið fyrir sig.  

1.

Greining á þörfum. Samtal við stjórnenda / kaupanda. 

4.

1-on-1 styrkleikagreining. 

7.

Teymisþjálfun #2

Farið yfir niðurstöður teymisgreiningar. Áhersla: Tilfinningalegt öryggi. 

10.

Teymisþjálfun #4 Áhersla: Tilgangur starfs og áhrif hvers og eins.

2.

Greining á stöðu. Samtal við einstaklinga í teymi.

5.

Teymisþjálfun #1 Teymið fer saman yfir styrkleika hvers annars. Teymissáttmáli

8.

1-on-1 markþjálfun

11.

Teymisþjálfun #5 Áhersla: varanlegar breytingar. Hvað erum við búin að læra og hvernig höldum við áfram. 

3.

Styrkleikapróf lagt fyrir alla í teymi. 

6.

Teymis-stöðu-spurningalisti lagður fyrir alla í teymi.

9.

Teymisþjálfun #3 Áhersla: Áreiðanleiki & uppbygging og skýrleiki. 

12.

1-on-1 Markþjálfun

Vantar þig kannski annarskonar stuðing?

bottom of page