top of page

Fyrirlestrar og námskeið

Mér finnst ósköp gaman að miðla áfram minni reynslu, ástríðu og þekkingu. Ég hef lag á því að gera flókna hluti einfalda og ná til fólks með "hugur-hjarta-hönd" hugsuninni.

Það besta sem ég veit er þegar ég næ að koma af stað gáruáhrifum þannig að námskeiðið/fyrirlesturinn skili sér í alvöru breytingu hjá þátttakendum. 

Hér að neðan eru dæmi um námskeið & fyrirlestra sem ég hef haldið. Hægt er að vinna með öll þessi þemu í mismunandi lengdum - eftir því hversu djúpt á að fara. Fyrirlestrar gerta verið um klst. Námskeið frá 3 klst og upp í 4 x 3 klst. 

Hver fyrirlestur/námskeið er alltaf sniðinn að þörfum og áskorunum hvers vinnustaðar þannig að hann tali sem best inn í aðstæður fólks. 

Untitled (1000 x 1500 px).png

Sálrænt öryggi

Á tímum þar sem vinnu-umhverfið okkar einkennist af óvissu, hraða og sífelldum breytingum þurfum í mun ríkari mæli teymi (en ekki einstaklinga) til að leysa flóknar áskoranir og verkefni.
En hver er uppskriftin af árangursríkum teymum? Rannsóknir sýna okkur að svokallað sálrænt öryggi gegnir þar lykilhlutverki. Við förum yfir hvað sálrænt öryggi er og hvernig það birtist í teymum. Einnig skoðum við praktíkina - hvað við getum gert til að byggja upp og viðhalda sálrænu öryggi innan teymanna okkar.

Image by USGS

Agile
hugarfar

Agile hugarfar er orðið eitt af aðalsmerkjum fyrirtækja / leiðtoga / teyma sem skara fram úr í umhverfi dagsins í dag sem einkennist af óvissu, flækjum og breytingum. 

IMG_2839.JPG

Að taka sín eigin meðul

Hvernig getum við í alvörunni orðið leiðandi fyrirmyndir? Hvað þarf til að við förum í raun og veru eftir eigin ráðum? Græðum við eitthvað á því að henda glansmyndinni?

org.png

Stjórnlaus fyrirtæki

Vissir þú að til eru tugþúsund-manna-fyrirtæki sem starfa alfarið yfirmannalaust?

Hvernig í óskpunum gengur það upp og hvað getum við lært af þeim?

Vantar þig kannski annars konar stuðing?

bottom of page