Fyrirlestrar og námskeið
Ég elska að miðla áfram minni reynslu, ástríðu og þekkingu. Ég hef lag á því að gera flókna hluti einfalda og ná til fólks með "hugur-hjarta-hönd" hugsuninni.
Það besta sem ég veit er þegar ég næ að koma af stað gáruáhrifum þannig að námskeiðið/fyrirlesturinn skili sér í alvöru breytingu hjá þátttakendum.
Hér að neðan eru dæmi um námskeið & fyrirlestra sem ég hef haldið. Ég á enga fyrirlestra/námskeið á lager - heldur sníð þá alltaf að þörfum, áskorunum, umhverfi og væntum hvers og eins.

Sterkari
leiðtogi
Ég vinn mikið með leiðtogum í markþjálfun, Agile-þjálfun og svo á námskeiðum og fyrirlestrum. Skemmtilegast er þegar hægt er að blanda þessu öllu saman eins og við Lára Kristín erum að gera í Opna Háskólanum.

Agile
hugarfar
Agile hugarfar er orðið eitt af aðalsmerkjum fyrirtækja / leiðtoga / teyma sem skara fram úr í umhverfi dagsins í dag sem einkennist af óvissu, flækjum og breytingum.

Að taka sín eigin meðul
Hvernig getum við í alvörunni orðið leiðandi fyrirmyndir? Hvað þarf til að við förum í raun og veru eftir eigin ráðum? Græðum við eitthvað á því að henda glansmyndinni?

Stjórnlaus fyrirtæki
Vissir þú að til eru tugþúsund-manna-fyrirtæki sem starfa alfarið yfirmannalaust?
Hvernig í óskpunum gengur það upp og hvað getum við lært af þeim?
Vantar þig kannski annarskonar stuðing?
Hvað vantar þig?
Eigum við að skoða saman púslin sem þig vantar og kanna hvort ég geti stutt þig?