top of page
Search

Certified Practitioner - Fearless Organization

Ég hef verið hugfangin af sálrænu öryggi teyma síðan löngu áður en ég vissi hvað það var. Hafandi leitt fjölbreytt verkefnateymi og verið hluti af allskonar teymum áttaði ég mig smá saman á mikilvægi þess að fólk upplifði sig nógu öruggt til að geta verið það sjálft. Nógu öruggt til að ritstýringin og glansmyndin fái að fjúka. Ég hef því prófað mig áfram með allskonar leiðir til að byggja upp tengsl og öryggi innan teyma – sumt virkaði – annað engan veginn 😅

Þegar ég fór svo að lesa mig til um sálrænt öryggi opnaðist nýr heimur. Allt í einu var hægt að tala um þetta óáþreifanlega og flókna á markvissan og einfaldan hátt.

Í haust fór ég svo í nám þar sem ég fékk að kafa á dýptina og læra á mælitæki sem byggir á 30 ára rannsóknum Amy Edmondson prófessors við Harvard Business School. Síðan þá er ég búin að vera að æfa mig í að leiða teymi í gegnum mælingar og umræðu um stöðu sálræns öryggis.

Það að nota gögn til að taka svona óáþreifanlega umræðu er ómetanlegt. Umræðan verður svo miklu markvissari, dýpri og árangursríkari. Fólk fær tækifæri til að sjá meira af mennskunni í hvort öðru og sjálfum sér í leiðinni. Í samtalinu öðlast teymi sameiginlegan orðaforða um hluti sem ekki voru orðaðir áður. Á nokkrum klukkustundum náum við að leiða upp á yfirborðið umræður sem aldrei hafa verið teknar áður. Atriði sem hafa verið að krauma undir yfirborðskurteisinni (sem við Íslendingar eigum mögulega varhugavert heimsmet í). Stundum leiða þessar umræður strax til breytts hugarfars og hegðunar – en stundum er þetta fyrsta skrefið í átt að árangursríkara teymi og skemmtilegri samvinnu.

En eins og öll önnur tól þá er þetta bara tól. Það verður bara til breyting til batnaðar ef við vinnum vinnuna sem til þarf. Við þurfum nefnilega hugrekki, berskjöldun og þor til að vera mannleg til a ná árangri á þessu sviði.

Ég trúi því, að eftir einhver ár verði okkur jafn tamt að tala um sálrænt öryggi og líkamlegt & netöryggi á vinnustöðum. Vá hvað ég hlakka til að heimsækja vinnustaði framtíðarinnar!

Það fylgja því mikil forréttindi að fá að elta ástríðuna og taka þátt í að auka vitund og umræðu um sálrænt öryggi og tengsl þess við árangur 🙏

Komentáře


bottom of page