Að hlusta til að skilja - ekki til að svara
Eitt það merkilegasta sem ég uppgötvaði í markþjálfunarnáminu mínu var hversu léleg ég var að hlusta til að skilja fólk. Eitthvað sem ég hafði talið mig MJÖG góða í. Þegar ég fór að fylgjast með hvað gerðist á meðan ég var að hlusta kom ýmislegt í ljós: Ég átti mjög hávært ráðaskrímsli sem langaði svo mikið að koma sínum ráðleggingum að. Ráðaskrímsli sem fannst það oft eiga lausnina á lífsgátunni. Ég vissi samt að ég sjálf fór örsjaldan eftir þeim ráðum sem ég fékk frá öðrum.