Þetta er líklega eitthvað sem fáir aðrir en markþjálfar vita hvað þýðir. Af hverju er ég þá að leggja á mig fullt af vinnu til að fá alþjóðlega vottun? Sérstaklega þegar ég get alveg starfað sem markþjálfi án vottunar?
Fyrir mér er þetta svo skýrt; Af því að ég veit hvað vottunin stendur fyrir og ég veit hvað ég stend fyrir. Ég stend fyrir fagleg vinnubrögð krydduð með sveigjanleika og aðlögunarhæfni.
Fyrir Agile manneskju eins og mig sem á í tölvuverðum mótþróa við staðla (og uppskriftir) er þetta svo hollt. Kannski svolítið svona gott-vont eða vont-gott.
Mér fannst þetta ferli gríðarlega lærdómsríkt og það hefur gert mig að betri markþjálfa. Bæði af því að nú sé ég betur vaxtartækifærin mín en líka af því að ég sé betur hvað ég geri vel.
Fyrir nokkrum árum fór ég í gegnum alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri - IPMA C - þar var upplifunin nákvæmlega eins. Staðlamótþróinn (legg þetta orð inn sem tillögu að orði ársins 2021) minn þvældist gríðarlega fyrir mér - en það að gefa sér tíma í að rýna úr fjarlægð yfirstaðin verkefni, lærdóm, þroska, mistök, árekstra og sigra er ómetanlegt.
Þetta er nefnilega svolítið eins og miðaldra maður sagði einusinni "a plan is worthless- but planning is everything"
Comments