top of page
Search

Óttalausir vinnustaðir

Ímyndaðu þér vinnustað þar sem þú þyrftir aldrei að ritstýra því sem þú segir. Þar sem þú þyrftir aldrei að hugsa hvort þú litir út eins og kjáni ef þú spyrð spurninga. Þar sem þú myndir aldrei hika við að viðurkenna mistök eða veikleika. Þar sem þú myndir leggja fram þínar hugmyndir og pælingar, óhikað, því þú vissir að þitt sjónarhorn skipti máli í heildarmyndinni. Þar sem ætlast væri til þess að þú gæfir samstarfsmönnum endurgjöf (bæði jákvæða og neikvæða) og þú tækir því fagnandi þegar samstarfsfólk gæfi þér endurgjöf. Þar sem þú biðir fram aðstoð og bæðir um hjálp óhikað. Þar sem tekið væri fagnandi á móti gagnrýni og efasemdum. Þar sem engir bleikir fílar þrífast því erfiðu málin eru uppi á yfirborðinu.

  • Hvað væri öðruvísi á þínum vinnustað ef hann væri óttalaus?

  • Hvað væri öðruvísi hjá þér ef ótti og hræðsla hættu að þvælast fyrir þér?

  • Hvaða pínulitluskref getur þú stigið í dag í átt að öryggi?





bottom of page